þriðjudagur, ágúst 23, 2005 |
|
Já Pólland fór í vaskinn svo ég er nú eitthvað farin að efast um þetta blessaða form á mér.... Keppi þó næst á Golden League í Brussel á föstudaginn svo það er eins gott að fara að sýna eitthvað. Eitthvað hálf skrítið þetta tímabil. Ég á smá oggu sjéns í að komast á GP Final í Monaco ef ég stekk vel í Brussel svo núna er að duga eða drepast.
Það er fullt hús aftur en voru þeir Toby Stevenson og Derek Miles hérna síðustu nótt. Ég heldaði rosa máltíð handa þeim í kvöld og Yoo kom og borðaði með okkur og einnig borðaði Angi líka. Ég eldaði kjúkling með steinselju, sítrónuberki, hvítlauk og olíu með spínati í sherry sósu, furuhnetum, skarlott laukum og hvítlaulk. Þetta tók mig 1 og hálfan tíma að gera!!! Smakkaðist bara mjög vel en ég held þó að kananir tveir hafi ekki alveg fílað þetta nógu vel enda eru sú þjóð með frekar einfaldan matarsmekk... eða? |
posted by Thorey @ 21:43 |
|
|
sunnudagur, ágúst 21, 2005 |
|
Eg virdist vera med nyja sidu ja.. Thank you Tom for the website.
Annars er eg stodd i Pollandi og er ad fara ad keppa a eftir a gotumoti fyrir framan ibudina hennar Monicu Pyrek. Hun byr i midbaenum a besta stad og er ibudin alveg meirihattar, algjor draumaibud.
Jaeja aetla ad slaka adeins a upp a herbergi. Vid stollur forum audvitad ad versla i morgun og forum svo a kaffihus upp a 22.haed og saum yfir alla borgina, mjog flott. Eg er i borginni Szcezin. |
posted by Thorey @ 12:14 |
|
|
föstudagur, ágúst 19, 2005 |
|
Ágúst....
Já ég er að verða drottning!
Á ég nokkuð að vera að útskýra þetta betur? Hafið þið ekki heyrt nóg? Ykkur er allavega boðið í brúðkaup...
Og hey, ég ætla ekki að tala um Helsinki en hér eru þó sönnunargögn um að ég hafi allavega farið þangað:
|
posted by Thorey @ 15:16 |
|
|
laugardagur, ágúst 06, 2005 |
|
Undankeppnin er á morgun!!
Ég er mætt til Helsinki og hef það bara fínt. Hér er nú frekar kalt þó og ég er bara að frjósa allan daginn.... brrrrr Ég er tilbúin í slaginn á morgun og þrátt fyrir kulda, rigningu eða mótvind ætla ég mér að stökkva nógu hátt til að komast áfram í úrlitin. Ég verð að fara 4,45 til að komast í úrslit og ég fer á völlinn á morgun full sjálfstraust enda sjaldan verið í betra formi.
Bráðlega ætla ég að fara í mat og svo verður kvöldinu eytt í rólegheit. Horfi á bíómynd mjög líklega.
Meldi mig á morgun eftir keppni. Krossið fingur bitte |
posted by Thorey @ 15:52 |
|
|
|
|