the
 
the
mánudagur, desember 24, 2007
Gleðileg jól
Ég óska ykkur lesendur góðir gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir lesturinn og athugasemdirnar á árinu.

posted by Thorey @ 10:39   3 comments
þriðjudagur, desember 11, 2007
Jæja
.. hvað segiði, ekkert farin að sakna mín hérna?
Þið eruð svo öflug í kommentunum að ég veit bara ekki hvað ég á að gera við allan bloggandann sem svífur um í sálu minni..

En hvað með það, þið megið bara eiga ykkur, ég kjafta þá bara við sjálfa mig.

Eins og þið allir kæru vinir vitið er ég stödd á Íslandinu og hef það voða gott. Æfingar hafa verið rólegar enda var kominn tími á smá rólegt tímabil í þeim en nú fer að koma að hörkunni aftur. Á mánudaginn hefst ný törn í þeim sem mun standa þar til ég fer aftur út þann 7.janúar.

Ég er byrjuð í ljósmynda"námi". Þetta er fjarnám úr þýskum skóla sem mun taka 1 ár. Mig hefur alltaf langaði til að kunna grunn ljósmyndun og ég ákvað því loks að láta gamlan draum rætast. Þetta eru 13 verkefni og ég er að verða búin með fyrstu tvö. Mér líst mjög vel á þetta og hlakka til að læra, lesa og mynda meira.

Ég var búin að segja ykkur um daginn hvað ég væri nú lítill föndrari enda kannski ekki skrítið þ.s ævi mín hefur bara farið í skólagöngu og æfingar. Nú er pása í skólagöngunni og haldiði að ég hafi ekki límt mósaík á lampa... Já ég var bara alveg hissa á að mér hafi tekist það, ég braut ekki lampann né missti mósaíkinn í gólfið. Lampinn virkar og er bara ekkert svo ljótur.
posted by Thorey @ 15:12   7 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile