the
 
the
laugardagur, september 15, 2007
Fréttir
Mjög mikið búið að vera að gerast hjá mér síðustu vikur. Við Gummi flugum til Þýskalands frá Japan á mánudegi og það var 24 tíma ferðalag. Á þriðjudegi fluttum við allt dótið mitt í nýja íbúð sem ég var að fá og var það búið 01 um kvöldið. Á miðvikudegi flugum við svo heim og tók það sinn tíma og kraft. Á fimmtudegi keyrðum við norður á Hvammstanga fórum þaðan upp á Arnarvatnsheiði á fjórhjólum. Á föstudegi var vaknað kl 06 og var smalað, gengið og fjórhjólast í 13 tíma! Á laugardegi var vaknað kl 04 og féð rekið niður í rétt. Það var búið um kl 17. Um kvöldið var síðan réttarball.

Semsagt, þessi vika er búin að fara í afslöppun!!

Hef það annars mjög gott. Hásinarnar miklu miklu betri eftir hvíldina og það styttist mjög í að ég fari að byrja að æfa aftur.
posted by Thorey @ 17:11   6 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile