the
 
the
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
.....

huhumm já það er víst að ég get líklega bara bætt mig héðan af. Hljóp 100m á 13,74 og svo 400m á 64,30. Einkar lélegur árangur það. Já ákvað að skella mér bara í 400 þótt ég hafi aldrei einu sinni hugsað um að hlaupa þá vegalengd enda eru 400m ansi fjarri minni grein. Þrátt fyrir lélega tíma er gott að vera komin með tíma til að miða við og ég ætla að reyna að keppa eitthvað sem fyrst aftur. Ég get nú ekki sagt að ég sé í einhverju keppnisformi heldur, ný farin að fara í gadda og varla búin að taka sprettæfingar. Þetta var samt alveg rosalega gaman og veðrið var alveg geggjað.

Hitti hana Hallberu skvís og Smárann hennar og við borðuðum dýrindis kjúkling sem hún hafði eldað. Æði að hitta þau en það er svo fyndið með hana Hallberu að sama hve sjaldan ég hitti hana er alltaf eins og ég hafi hitt hana síðast í gær.
posted by Thorey @ 10:14   5 comments
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Góðan daginn góðir hálsar

..og takk Sigurjón fyrir kommentið.

Ég er á lífi og það er allt fínt að frétta. Ég ákvað bara að vera ekkert að blogga meðan ég væri heima en nú nálgast brottfarardagurinn 18.sept óðfluga svo um að gera að koma ykkur i lestrarbloggfílinginn. Ég var reyndar að spá hvort ég ætti frekar að nota thorey.net meira, sé til.

Staðan á mér er fín. Öxlin er öll að koma til og ég er alveg að fara getað hangið á rá. Hreyfiferillinn er semsagt nánast kominn og bara síðasta hreyfingin eftir. Ef allt gengur að óskum byrja ég að "stökkva" (hanga á stönginni) um miðjan október. Hlakka orðið mjög mikið til. Sólveig sjúkraþjálfari hefur semsagt gert mjög góða hluti með öxlina í sumar sem eru að skila sér.

Ég er búin að vinna á Hönnun í allt sumar og hefur líkað það vel. Svo er ég bara búin að vera ágætlega dugleg að æfa, þrisvar í viku að lyfta í Laugum og þrisvar hlaupið í Kaplanum. Ég ákvað að æfa ekki meira þar sem ég vildi nú ekki sprengja sjálfa mig áður en hið eiginlega uppbyggingartímabil hæfist 1.okt með 9-10 æfingum á viku.

.... hmm... svo er ég er að fara að keppa í 100m hlaupi á morgun (ef viðrar) á Laugarvatni. Já og þið megið ekki hlægja að tímanum... Ég hlýt samt að bæta mig, ég á 13,73 síðan 1997 :) Hef ekki hlaupið 100m hvorki fyrr né síðar. Ég ætla síðan að kíkja á Hallberu vinkonu sem var að flytja frá Noregi til Laugarvatns en við höfum ekki sést í líklega hátt í 2 ár. Allavega eitt og hálft.

Kjafta kannski í ykkur 100m tímanum á morgun.. ef hann er ekki of hræðilegur

Heyrumst
posted by Thorey @ 20:33   5 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile