miðvikudagur, júlí 05, 2006 |
|
29 og 5 daga
Já maður nálgast ellismellatöluna 30.... Átti semsagt afmæli og hélt þetta fína party fyrir þá sem áttu leið hjá. Tókst bara ágætlega og ég skemmti mér allavega vel :)
Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er ég voða löt að blogga núna. Mér finnst bara hálf glatað að blogga þegar ég er heima. Finnst ég ekkert þurfa að segja fólki fréttir þegar símtólið er við höndina.
En ég ætla þó að segja ykkur frá stöðunni á öxlinni. Hún er nefninlega fín. Er allt að koma og ég vona að planið mitt að byrja að stökkva í oktober muni standast. Finnst vera að koma smá rennihreyfing í kúluna loksins.
Æfingar hafa líka gengið bara furðu vel þrátt fyrir þetta hundleiðinlega veður. Laugar bjarga mér þar, því ég get skroppið inn þegar ég nenni ekki að drullumalla í krikanum. Samt svo fyndið hvað Krikinn er albestur. Mér þykir svo ótrúlega vænt um þetta pleis.
Jæja ætla að halda áfram að vinna. Líkar mjög vel hérna á Hönnun og hef fegnið fullt af skemmtilegum verkefnum. |
posted by Thorey @ 14:18 |
|
|
|
|