þriðjudagur, ágúst 29, 2006 |
|
Góðan daginn góðir hálsar
..og takk Sigurjón fyrir kommentið.
Ég er á lífi og það er allt fínt að frétta. Ég ákvað bara að vera ekkert að blogga meðan ég væri heima en nú nálgast brottfarardagurinn 18.sept óðfluga svo um að gera að koma ykkur i lestrarbloggfílinginn. Ég var reyndar að spá hvort ég ætti frekar að nota thorey.net meira, sé til.
Staðan á mér er fín. Öxlin er öll að koma til og ég er alveg að fara getað hangið á rá. Hreyfiferillinn er semsagt nánast kominn og bara síðasta hreyfingin eftir. Ef allt gengur að óskum byrja ég að "stökkva" (hanga á stönginni) um miðjan október. Hlakka orðið mjög mikið til. Sólveig sjúkraþjálfari hefur semsagt gert mjög góða hluti með öxlina í sumar sem eru að skila sér.
Ég er búin að vinna á Hönnun í allt sumar og hefur líkað það vel. Svo er ég bara búin að vera ágætlega dugleg að æfa, þrisvar í viku að lyfta í Laugum og þrisvar hlaupið í Kaplanum. Ég ákvað að æfa ekki meira þar sem ég vildi nú ekki sprengja sjálfa mig áður en hið eiginlega uppbyggingartímabil hæfist 1.okt með 9-10 æfingum á viku.
.... hmm... svo er ég er að fara að keppa í 100m hlaupi á morgun (ef viðrar) á Laugarvatni. Já og þið megið ekki hlægja að tímanum... Ég hlýt samt að bæta mig, ég á 13,73 síðan 1997 :) Hef ekki hlaupið 100m hvorki fyrr né síðar. Ég ætla síðan að kíkja á Hallberu vinkonu sem var að flytja frá Noregi til Laugarvatns en við höfum ekki sést í líklega hátt í 2 ár. Allavega eitt og hálft.
Kjafta kannski í ykkur 100m tímanum á morgun.. ef hann er ekki of hræðilegur
Heyrumst |
posted by Thorey @ 20:33 |
|
|
|
|
5 Comments:
Gaman að heyra loksins frá þér! Ég hef ekki séð þig í ansi langan tíma og hvað þá heyrt einhverjar fréttir. Gott að heyra með öxlina, líst vel á þróun mála. Ánægð með hvað þú ert búin að vera dugleg að æfa - þú ert nagli!
Líst síðan ljómandi vel á bætingu í 100 - kominn tími til ;)
Annars vona ég bara að þú hafir það gott og að ég rekist eitthvað á þig fyrir 18.sept!
Blessuð og sæl :)
Gaman að heyra sömuleiðis frá þér. Ég hef hvorki bloggað né lesið önnur blogg í of langan tíma núna en nú fer ég að taka mig á þeim málum.
Sjáumst já vonandi aðeins áður en ég fer.
Hæ hæ ákvað að svara þér hérna líka =)
Heyrðu ég er að læra rekstrarverkfræði og held ég verði að viðurkenna að verkfræðiáhuginn hafi komið frá þér.. náms-samræðurnar okkar í Portúgal hér um árið voru mjög áhugaverðar og þó ég hafi aðeins hoppað í sálfræði á milli þá dreif ég mig í að læra smá eðlisfræði og flaug svo inn í HR :)
Og vonandi að heimsóknin til Hallberu frænku hafi verið góð og tíminn í 100 líka :)
Hæ en frábært að heyra. Rekstrarverkfræði hljómar mjög vel og sniðugut nám líklega.
Gangi þér vel, fylgist með þér af og til.
bape
off white
golden goose outlet
goyard bags
golden goose
kd shoes
off white jordan 1
paul george shoes
goyard
kobe byrant shoes
Skrifa ummæli
<< Home