föstudagur, maí 25, 2007 |
Lítill sigur |
Fór í 16 skrefin í fyrsta sinn síðan í september 2005!! Var samt bara á skokkskónum en fór 4,20. Var mjög sátt með mig :) Nú er bara að komast almennilega inn í hlauparythmann og negla inn í stöngina. Mér fannst atrennan hálfgert maraþon og við plantið gaf ég engann kraft inn í stöngina. Það er ekkert stórmál að laga það en það lagast bara við að stökkva oftar á fullri atrennu. Næ tveimur tækniæfingum fyrir fyrsta mótið mitt þann 3.júní.
Var að koma núna úr hádegismat hjá Gudrunu, konan sem ég bjó hjá fyrsta hálfa árið mitt hérna. En hún er ný komin á eftirlaun og er ein þannig að henni leiðist stundum. Við erum 3 íþróttamenn sem fengum hana til að elda fyrir okkur c.a 2x í viku og við borgum matinn. Æði að mæta til hennar beint eftir æfingu og maturinn bara tilbúinn á disknum! Lúxus! Fáum forrétt, aðallrétt og eftirrétt og erum að borga um 500kr!!
Ég ætla síðan að lyfta núna seinnipartinn og spretta í fyrramálið. Angi er svo að fara að keppa í Dormagen seinnipartinn á morgun og ég er að spá í að fara og hvetja hana. Kominn tími á að hún fari yfir 6m aftur. |
posted by Thorey @ 13:19 |
|
|
|
|
1 Comments:
Til hamingju med profin og B.SC-inn :) Gangi ther afram svona vel a aefingum!
Asdis Joh
Skrifa ummæli
<< Home