the
 
the
þriðjudagur, maí 22, 2007
Bayer og stökkæfing
Stökk úti áðan í fyrsta sinn í sumar hér á vellinum. 25 stiga hiti og smá sól. Gekk bara alveg ágætlega. Ekkert brilliant heldur bara fín æfing sérstaklega miðað við ástandið á harðsperrunum. Var bara enn á 12 skrefunum en með ránna í 4,10. Fór nokkrum sinnum yfir. Vona að vöðvarnir verði ferskari á föstudaginn og ég geti farið í 16 skrefin.

Annars eru flestir hálf sjokkeraðir hérna. Bayer, styrktaraðili félagsins ætlar að hætta að styrkja allar greinar nema fótbolta árið 2009. Þeir eru búnir að styrkja félagið í held ég um 100 ár. Þetta þýðir að ef ekki fæst nýr styrktaraðili þá mun enginn íþróttamaður fá hjá þeim laun. Semsagt körfubolti, blak, handbolti og frjálsar íþróttir munu nánast leggjast niður. Aðeins ungir krakkar og áhugaíþróttamenn munu æfa. Maður getur ekki annað en spurt sig hvort eina íþróttin verði fótbolti eftir um 50 ár. Fótboltinn mokar jú inn áhorfendunum á meðan hinir eru nánast að grátbiðja þá um að mæta (sérstaklega á Íslandi). Er þetta samt það sem fólk virkilega vill?? Bara fótbolta? Ef ekki þá finnst mér að fólk eigi að fara verða duglegra að sýna sig á pöllunum og styðja þannig undir greinina.
Það sem meira er, Bayer hefur aldrei verið í jafn miklum gróða og nú! Það gerir mér óskiljanlegt að fatta þetta skref hjá þeim.
posted by Thorey @ 12:50  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile