the
 
the
laugardagur, maí 19, 2007
Betri horfur
Ég stökk aftur í dag og það gekk mun betur. Ég er þó enn hálfgert smjör og það hefur hægst aðeins á mér. Leszek var reyndar hæst ánægður með tæknina mína en nú er bara að koma hraðanum upp og fara í lengri atrennu. Ég fór 5x yfir 4m í röð á 12 skrefum í skokkskóm og er það bara allt í lagi. Ég var ekkert að hækka ránna neitt heldur var bara að vinna á mjúkri stöng og að fara í gegnum hreyfinguna með réttri tækni. Þetta var mjög mikilvæg æfing fyrir mig og gott að hún fór vel. Ég sleppti því að fara aftur til næringarfræðingsins útaf því mér fannst mikilvægara að stökkva núna. Ég nota tipsin frá honum bara síðan síðast og svo á ég jú góða vinkonu sem er í raun næringarfræðingurinn minn.

Þrátt fyrir að vera ekki nógu hröð núna er ég að bæta mig í lyftingum. Ég tók 52,5 kg í snörun í gær (bara búin að snara í 2 mánuði). Ég held að fyrst hásinarnar eru loksins að verða nothæfar get ég farið að færa kraftinn sem ég hef hlaðið upp yfir í hraða. Mér finnst reyndar það allra skemmtilegasta á æfingu að spretta svo það verður gaman hjá mér næstu vikurnar.

Dagarnir líða annars bara í rólegheitunum. Nú þar sem ég er ekkert að læra er ég bara að dunda mér í að raða myndum sem ég hef framkallað síðustu 4 ár. Næst á dagskrá er svo að koma reið á pappíra sem hafa staflast upp.

Bayer - Leverkusen, liðið mitt, er víst búið að eiga rosa góðan íþrótta vetur. Fótboltinn var að klárast og enduðu þeir í 5.sæti. Körfuboltinn er kominn í play-offs og handboltastelpurnar eru líklega að verða meistarar. Einnig fengum við jú evrópumeistaratitil í stönginni. Nú eru mótin í frjálsum að fara á fullt og það verður gaman að fylgjast með krökkunum í sumar. Aldrei að vita nema einn litill íslendingur sem er að þvælast á svæðinu muni eiga gott sumar...
posted by Thorey @ 15:00  

2 Comments:

At 2:49 e.h., Blogger Hildur said...

Ég var á Sálarballi í gær, oh my hvað ég hefði vilja hafa þig líka :) Gangi þér vel krútta

 
At 4:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís! Flott að heyra að æfingin gekk vel, og hey 52,5 í snörun er bara helvíti gott...þú ert soddan köggull:)
Gangi þér vel áfram..vona að hásinin haldi áfram að verða betri því að mig hlakkar svo til að sjá hvað þú gerir í sumar.
Kveðja, Sigrun Fjeldsted.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile