the
 
the
miðvikudagur, maí 16, 2007
Góðar og slæmar fréttir
Byrjum á þeim góðu:
Ég er búin í skólanum!!!!! Á reyndar eftir að fá 2 einkunnir en ég held það hafi sloppið. Svo innan skamms mun ég fá B.s skírteinið. LOKSINS

Slæmu fréttirnar:
Er að súpa seyðið af lærdómnum á æfingum. Var jú heima í 3 vikur og stökk aðeins einu sinni. Var samt alveg að æfa vel, lyfta og hlaupa en hef nánast ekkert stokkið í heilan mánuð! Ég stökk í dag og var gjörsamlega á eyrunum. Er að reyna að segja sjálfri mér að þetta sé bara í dag og verði næst strax skárra.
Frankie Frederiks var á Íslandi og var að tala um hve mikilvægt væri að vera í námi með íþróttunum og er ég sammála því. En það er held ég þó tvennt ólíkt að vera í námi í einu landi og að æfa í öðru. Svolítið öðruvísi aðstaða heldur en í bandarísku háskólunum þar sem nám og íþróttir eru samtvinnaðar. Ég er fegin að vera búin með þetta nám mitt og ætla núna næstu ár bara að einbeita mér að íþróttum. Hvort það skili mér meiri árangri en ella, verður bara að koma í ljós. Frankie sagði það ekki skila sér neinu meira að vera bara að æfa (enda kannski búinn að uppskera frekar mikið...)

Ég fann mjög lítið til í dag í líkamanum. Öxlin pínu aum en hásinarnar svo miklu betri að ég er í skýjunum yfir því. Nú er bara að ná upp tækninni aftur og þá verð ég jákvæð á ný.
posted by Thorey @ 11:37  

4 Comments:

At 12:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Held að þú verðir enga stund að koma þér í sama stökkform/fíling og þú varst fyrir verkefna/prófageðveikina.

Ég allavega lendi alltaf í lægð þessar 3-4 vikur þegar lokaverkefnin og prófin eru.

Fílaði mig eins og gamlan kall á sprett- og lyftingaræfingum fyrst eftir prófin. Finn þvílíkan mun samt á mér núna 4 dögum seinna.

Ég gef þessa eina viku og þá verður up-and-jumping eins og ekkert sé.

Sammála þér með skólana og íþróttirnar. Mér finnst eiginlega synd að enginn menntaskóli og háskóli (fyrir utan akademíuna) bjóði upp á nám sem tekur mið af þörfum íþróttamanna. Út í USA er þeir einfaldlega kallaðar "student-athletes".

Veit t.d að Eyjólfur var að tala um að það væri mjög mikið af efnilegum fótboltastrákum í 9. og 10. bekk sem bara týndust þegar það kæmi upp í menntaskóla.

Þetta er akkúrat sá aldur þar sem flestir krakkar detta úr íþróttum og mér finnst að það ætti að leggja áherslu á að sinna þessum hópi betur.

Gangi þér vel.

 
At 4:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þórey- tæknin kemur fljótt, hitt síður. Ef þú ert í góðu formi og hásinar loks að lagast, þá skilar góða formið sér í stökkin bráðum. Njóttu sumar- og keppnistímabilsins, og ég held ég taki undir með öllum lesendum bloggsins að við verðum öll í skýjunum náir þú að stíga upp á pall í oosaka. En fyrst er að stökkva hæðir á borð við 4.50 og 4.60 :)

Bergur- held þetta sé blessun að fólk skuli hætta í fótbolta meðan það hefur nokkrar starfandi heilafrumur eftir. Hitt er verra ef ungt fólk hættir í frjálsum. En þú leysir einungis helming vandans með því að bjóða upp á sérstakar námsbrautir og gera ráðstafanir gagnvart frjálsíþróttafólki í skólum og háskólum. Það þarf að bæta aðstðöður til æfinga hér á landi, og það ASAP. Laugardalshöllin var skref í rétta átt fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu, en hún hjálpar lítt ef maður kemst aldrei inn til að æfa...

 
At 4:46 e.h., Blogger Thorey said...

Takk fyrir góð og peppandi svör.

Já ég held að nr 1, 2 og 3 er að bæta aðstöðuna og ekki gleyma að það þarf að hlúa betur að þjálfurunum því án þeirra eru íþróttamenn jú ekki til. Ég er svosum ekki á því að á Íslandi þurfi mennta eða háskóla sem eru tengdir íþróttum. Við erum það fá og námið það persónutengt að ég held að það eigi ekki að vera neitt mál að fá að sveigja námið til. Til þess þurfa kennarar og yfirmenn skólanna að gefa pínulítið eftir þegar um íþróttamenn er að ræða. Íþróttamaðurinn ætti að geta rætt sjálfur við kennara. Í mínum tilfellum hefur þetta gengið upp. Nú hef ég reyndar verið í fámennri deild, verkfræði og líklega er auðveldara að ræða þar við kennara.

Allavega þá þyrfti eiginlega að vera í skólaumsóknareyðublaðinu hægt að sækja um "íþróttanámsmann".. eða student-athlete. Óþarfi finnst mér að fara að byggja einhverja voða íþróttaháskóla hér á Íslandi.

Um aðstöðuna. Jú hún lagaðist mjög mikið með tilkomu Laugardalshallarinnar og hef ég fengið að æfa þar þegar ég kem heim. Vandamálið er þó fyrir mig að ég get bara hreinlega ekki æft í höllinni þar sem gólfið er alltof hart. Það vantar allar mottur yfir til að mýkja undirlagið. Í höllinni minni hérna úti er extra þykkt og mjúkt tartan plús að það eru mottur útum allt til að vera á enn mýkra gólfi.

En fyrir þá sem þola þetta og fá að æfa þarna er höllin auðvitað æðisleg. Með tilkomu FH hallarinnar er stigið enn eitt framfara skref í aðstöðumálum. Þetta er allt að koma hjá okkur heima.

Að lokum, hver ertu nafnlaus..?

 
At 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æj sorrí ég virðist alltaf gleyma að segja til nafns hjá þér. Nú hef ég þó afsökun- var að skrifa komment, en bloggið brá á það ráð að éta kommentið. Var að endurskrifa það en gleymdi þá að skrifa undir
- Tom frjálsíþróttagroupie.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile