the
 
the
mánudagur, maí 21, 2007
Kæri Fréttablaðsmaður
Þar sem ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig í gær frá Fréttablaðinu til að tékka á mér vona ég bara að þú lesir þetta...
Hvað er málið með þessa mynd! Það liggur við að ég geti farið í skaðabótamál við ykkur... Ji þetta er hræðilegasta mynd í heimi. Eins og ljósmyndarinn ykkar tók nú margar flottar myndir af mér á ÓL í Aþenu þá skil ég ekki af hverju þessi er nánast alltaf valin.
Vinsamlegast ekki birta þessa mynd aftur. Buxurnar uppá nafla (þær voru of stórar á mig og hafa líklega orðið svona við eitt stökkið..) og hokin eins og níræð kelling. Mjög kvenlegt og fallegt. :) Þið verðið nú bara að bæta mér þetta upp einhvern veginn þið fréttablaðsmenn.. ;)

Annars allt fínt að frétta. Með þvílíkar harðsperrur eftir sprettæfingu í gær. Hljóp 30m fljúgandi 3,72 á skokkskónum. Stefni á 3,55 í göddum eftir 6 vikur. Það lítur út fyrir að ég muni geta farið í gadda í vikunni því hásinin ætlar hreinlega að hlíða mér. Þetta er alveg ótrúlegt að geta gengið og hlaupið í þokkabót alveg verkjalaus.

Fór til Kölnar í morgun í blóðprufu. Fer af og til að athuga hvort það vanti nokkur vítamín. Einnig er ein baktería sem virðist fara í fólk í suður afríku og ég vil bara vera viss um að hafa hana ekki. Nenni ekki einhverjum óþarfa slappleika kannski á miðju keppnistímabili. Á leiðinni heim kíkti ég á mannlífið í miðbænum. Það er sól og um 28 stiga hiti. Kippti nokkrum fínum sumarbolum með mér heim í leiðinni...
posted by Thorey @ 12:59  

1 Comments:

At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mistökin liggja aðallega hjá ljósmyndaranum fyrir að láta þessa mynd inn í kerfið hjá Fréttablaðinu og gefa því blaðamönnunum (sem hafa ekki vit á þessu ;) kost á því að velja myndina.

:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile