the
 
the
sunnudagur, maí 27, 2007
Úff tæpt...
Fékk smá sjokk í gær. Var á fimleikaæfingu og var að sjálfsögðu nærri búin að stórslasa mig. Lenti mjög illa eftir framheljar og datt með fótinn undir mig og snéri illa upp á hnéð. Heyrði brak og bresti og hélt að nú væri þetta bara búið... En viti menn, þetta var bara vont en ekkert meira en það. Shitt hvað maður er á nálum með þenna skrokk á sér.

Það er nýútkominn stór dóp skandall hérna í Þýskalandi. Ég hef reyndar ekkert séð talað um þetta á mbl en hér er þetta á allra mann vörum eins og er. Bestu hjólreiðakappar Þýskalands voru með blaðamannafund í vikunni þar sem þeir viðurkenndu að hafa tekið EPO. Þetta er hið svokallaða T-Mobile lið Þjóðverja sem var með Jan Ullrich í fararbroddi. Sá féll einu sinni á lyfjaprófi en var þó ekki á blaðamannafundinum. Hann heldur því enn fram að hafa verið hreinn.

Nú er fólk að tala um að Tour de France sé einfaldlega of erfitt og það verði að stytta túrinn til að þeir sem eru hreinir eigi einhvern sjéns. Leszek sagði í gær að þeir sem yfirhöfuð komast í þessa gulu treyju eins og staðan er í dag, eru allir á dópi..
Leiðinlegt samt í raun að koma með svona statement því auðvitað er sá saklaus þar til sekt er sönnuð. En maður spyr sig samt.

Sit annars spennt fyrir framan tölvuna að bíða eftir úrslitum frá Götzis og svo fylgist ég með MÍ í fjölþrautum. Í Götzis er Jennifer Oeser í svaka formi en hún leigði herbergið af mér hérna á meðan ég var heima í meiðslunum í fyrra. Einnig var mikið um keppnir í gær og stukku strákarnir allir í Hengelo. Jeff Hartwig (fertugur!) vann með 5,70 en annar var Tim með 5,65. Richi var svo með 5,60. Björn Otto fór ekki nema 5,30 og Danny hætti við að keppa.

Eftir viku er svo komið að mér :)

Er að lesa bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Finnst mjög mikið um góða punkta þar og tvímælalaust eitthvað sem ég ætla að tékka á. Þetta er einfaldlega bók sem allir ættu að lesa og tileinka sér.

Hugleiðing úr bókinni:
Manneskjan hefur þrjár spegilmyndir; sú fyrsta er hvernig þú sérð sjálfan þig, önnur hvernig aðrir sjá þig og sú þriðja er sannleikurinn.
posted by Thorey @ 10:26  

4 Comments:

At 10:05 f.h., Blogger Silja said...

Hæ hæ
Í guðanna bænum farðu vel með skrokkinn!

skandall með hjólreiðarnar... Hefurðu lesið Bók Lance Armstrongs? ef ekki - þá lestu hana næst! Fólk er að lesa hana á einum degi hún er svo góð!

Ég er líka að lesa Munkurinn sem seld sportbílinn (geri ráð fyrir að þú hafir keypt hana í fríhöfninni eins og ég) mjög góð bók þar á ferð... og rosa góðir punktar...

Sá strákana þína í Hengelo - stóðu sig vel! Jeff stóð sig mjög vel og Richi átti góðar tilraunur (því ég er svo mikill sérfræðingur... hehe

bið að heilsa sæta
silja

bið að heilsa

 
At 11:12 f.h., Blogger Thorey said...

já væri alveg til í að lesa bókina hans Armstrong en samt veit ég ekki hvort ég eigi að styðja við hann með að kaupa bókina ef hann var svo á lyfjum. En aftur, erfitt að dæma um það ef hann hefur ekki verið tekinn.
Fæ hana kannski bara lánaða hjá þér ;)

Já keypti munkinn i fríhöfninni.

 
At 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búin að lesa Lance Armstrong bókina tvisvar og hún var betri í seinna skiptið. Held ég hafi verið orðin þroskaðari :) En eftir lesturinn trúi ég því engan veginn að hann hafi eitthvað óhreint í pokahorninu. Þannig að ég held að þér sé óhætt að stökkva í næstu bókabúð Þórey.

 
At 7:54 f.h., Blogger Thorey said...

Já þetta er greinilega bók sem á að lesa. Set hana á bókalistann.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile