miðvikudagur, maí 30, 2007 |
Allt að skella á |
Aðeins 4 dagar í að tímabilið hefjist og hefur biðin eftir þessum tímapunkti verið mjög löng. Ég er um 90% heil og er það besta heilsan núna í 19 mánuði. Þetta er satt að segja frekar skrítin tilfinning að finna svona lítið til en alveg sú besta í heimi. Ég er alveg á því að heilsan er eitt af því dýrmætasta sem maður á.
Ég er alveg þokkalega bjartsýn á sumarið þótt ég búist nú ekki við neitt glæsilegri byrjun samt. Fyrstu mótin gætu orðið frekar mikið ströggl enda bara búin að fara 2x á keppnisatrennu allan þennan meiðsla tíma minn. Ég stökk (skokkskóm) í dag á þeirri atrennu i þetta annað sinn og gekk það bara allt í lagi. Keyrði betur núna inn í stöngina en var þá að gleyma nokkrum tæknilegum hlutum. Ef ég sameina þessar 2 æfingar fæ ég út mjög góða uppskrift af árangri. Sú niðurstaða skilar mér góðri bjartsýni. Hljóp einnig 30m fljúgandi í dag á 3,61s í göddum. Markmiðið 3,55 nálgast því hratt :)
Ég keppi á mjög litlu móti á sunnudaginn i Saulheim, Þýskalandi. Síðan fer ég strax á mánudaginn til Mónakó og keppi svo þar þann 7.júlí á smáþjóðaleikunum. Verð 5 daga þar með landsliðinu og ég hlakka mikið til. Ég hef ákveðið að taka pínulítið annan púls í stangarstökkið núna og bara leyfa mér að hafa gaman með því. Auðvitað innan marka, þið skiljið. Ætla bara aðeins að sleppa að vera með svipuna alltaf á lofti..
Er til dæmis að fara á Justin Timberlake tónleika þann 10.júní! Verður bara geggjað! Svo er ég jafnvel að spá í að fara á Incubus lika núna í júní.
Og að lokum, eins og Ásta Lovísa sagði: Þökkum fyrir daginn í dag og opnum fyrir hjartað.
Blessuð sé minning hennar. |
posted by Thorey @ 18:33 |
|
|
|
|
3 Comments:
Einn kosturinn við að vera íþróttamaður – eitt af því sem við getum virkilega gert fyrir aðra – er að endurskilgreina mörk mannlegrar getu. Við fáum fólk til að endurmeta takmarkanir sínar, til að sjá að eitthvað sem lítur út fyrir að vera veggur er í rauninni ekki annað en hindrun í huga manns. (Lance Armstrong) Njóttu þess svo að keppa)
Vá, mjög flott orð. Greinilega bók til að lesa!
Takk fyrir þetta Sólveig
Gaman að heyra að þetta sé allt á réttri leið hjá þér. Frábært hjá þér að vera komin í form aftur eftir öll þessi meiðsli. Ótrúlegt hvað þú ert dugleg. Gangi þér allt í haginn og vona að líkaminn haldi sem lengst.
Kv. Albert.
Skrifa ummæli
<< Home