sunnudagur, júní 10, 2007 |
Síðastliðin vika |
Vikan byrjaði þrusu vel og að stökkva 4,40 í 12. stökki lofar mjög góðu fyrir sumarið (þótt skemmtilegra hefði verið að fara allt í fyrstu tilraun...). Þegar 4,40 smella svo orðið í 2.-3. stökki þá verður næg orka eftir til að negla á hærri hæðir. Full bjartsýnis fór ég til Monaco en það mót klikkaði svo heldur betur. Þó mjög góð æfing og lærði ég betur inná stangir, griphæðir og atrennu. Tek þann lærdóm með mér í næsta mót sem er næsta laugardag. Ég náði mér þó í einhvern hálsbólgu og kvef fjanda í Monaco en káeturnar á skipinu voru frekar frystiklefar en svefnherbergi. Hef því hvílt núna í 3 daga sem mér finnst ekkert of skemmtilegt neitt. Vonast til að geta tekið vel á því á morgun og fram að móti.
Stödd í Þýskalandi núna og hér er vel heitt. Reyndar engin sól eins og er en svo spáð rigningu alla vikuna nánast. Vona að það verði þó sól á laugardaginn. Ég keppi í Biberach sem er í suður Þýskalandi og rétt hjá Ulm. Mótið er sama dag og ég útskrifast með B.s :)
Takk fyrir kommentin og jákvæðina á mig með 4,40. Finnst gaman að fá pepp og jákvæð viðbrögð. Þið hafið meiri áhrif en þið getið ímyndað ykkur, sérstaklega núna þegar ég er að koma mér af stað aftur eftir meiðslin. Ég er með mín markmið sem ég er búin að gefa út. Það er mjög nýtt fyrir mér að opinbera markmið mín svona. Ég ákvað að skrifa þau einn daginn á vegginn í herberginu mínu í stað þess að setja þau í bók ofan í skúffu. Fannst kominn tími á að "feisa" hæðina. Ég veit að ég get stokkið 4,70 og ég ætla mér að gera það á þessu ári. |
posted by Thorey @ 10:25 |
|
|
|
|
2 Comments:
Ég vona þú gerir þér grein fyrir því að stuðningurinn á blogginu þínu sé bara brot af þeim heildarstuðningi í þinn garð meðal íslendinga, þótt svo að þjóðin okkar sé að mestu smituð af "þetta er ekki íþrótt nema sé verið að hlaupa á eftir kúlulaga hlut"-sýkinu sem hrjáir alla evrópu.
Vona það gangi bara alles bestens á laugardag. Kannski nota aðeins mýkri stöng í þetta skipti? Eða var það ekki málið í Monaco?
Tom
Blessuð.Hef mikla trú á þér og áfram Þórey.Kveðja
Skrifa ummæli
<< Home