the
 
the
mánudagur, júlí 28, 2008
Pólland á morgun, kvörtun yfir lyklaþjónustu ofl
Hér er ofur hiti þessa dagana og maður nýtir hvert tækifæri sem gefst til að stökkva í sundlaugina. Reyndar týpísk ég að vera komin heim af æfing hálf eitt og festast við verkefni í tölvunni, ryksuga, skúra og þurrka af alveg kófsveitt og á meðan er glampandi sól úti. Ákveð loksins að koma mér í sundlaugina og leggjast á bakkann og þá er klukkan orðin 17 og orðið skýjað. Þannig var það í dag :)

En ég held til Póllands á morgun. Flýg til Kattowitz og verð sótt þar. Mótið er í Bielsko-Biala. Ætla bara að taka mótið með jafnaðargeði og hafa gaman af. Er hætt að eltast við hæðir og hugsa um þær, kemur mér allavega ekkert hærra.

Af útlæsingarmálunum er það að frétta að nágrannakona mín er æfari en ég yfir þessu og er búin að fara útum allan bæ að athuga hvort þetta sé eðlilegt verð. Niðurstaða könnunar hennar er að þetta er fáránlegt og ég eigi að skrifa bréf til Notendaþjónustu Nord-Rhein Westfalen sem er sýslan sem ég bý í. Ég er búin að hripa eitthvað niður og mun koma þessari kvörtun sem fyrst í póst. Sjáum hvað kemur útúr því.

Bjössi Arngríms kemur til mín á morgun (eða í heimsókn til íbúðarinnar þ.s ég verð farin til Póllands) og gistir því hann er að keppa á Bayer mótinu hérna á vellinum mínum á miðvikudaginn. Gaman að því og ég vona að hann nái að hlaupa vel. Allavega er spáð áframhaldandi steik.

Annars takk fyrir kommentin og endilega haldið þessu áfram :)
posted by Thorey @ 19:12  

6 Comments:

At 10:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Óska þér góðs gengis í Póllandi og í Ol.Vona að eymsli og meiðsli verði í algjöru lágmarki þar sem og í Peking.Veit að þú tekur OL með bros og gleði,redoblar og stendur þar sem glæsilegur sigurvegari í okkar huga.Erum stolt af þér.

 
At 5:43 f.h., Blogger Thorey said...

Þakka þér fyrir þetta Halldór. Ég

 
At 10:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Va madur kemur ekki inn i nokkra daga og bara missir af manadarlesefni!!! :) List vel a thig!

Gangi ther vel i lokaundirbuningnum, njottu hans i botn og gerdu thitt i besta i Peking! Thu ert otruleg :)

Held ad thu munir halda afram ad vinna afrek i naesta kafla, ert bara thannig typa!

Love fra France,
Asdis

P.S. Omurlegt ad lata fefletta sig svona! Meiri svindlarinn! Madur a vist alltaf ad bidja um "skriflegt tilbod" eda gera verdsamanburd adur en their hefjast handa thessir idnadarmenn... annars geta their skrifad nokkurn veginn thad sem their vilja a reikninginn :(

 
At 12:56 f.h., Blogger Rikey Huld said...

Vei fullt af nýju bloggi - góða ferð og gangi þér vel núna næstu vikurnar. Og líka góða skemmtun á ÓL, hlakka til að fylgjast með þér :)

Varðandi lyklakallinn þá má ekkert segja við þessa þjóðverja þá fara þeir í fýlu.

Kveðja,
Ríkey

 
At 8:48 f.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég læsti mig úti úr nýju íbúðinni á fyrsta degi. Greip einhvern stakan lykil og hélt að ég væri með þann rétta. Sveinbjörn hafði farið lyklalaus úr húsi þann dag og því voru góð ráð dýr. Við fengum lyklaþjónustu hingað heim og hann gat ekki ,,pikkað" upp lásinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þurfti að bora læsinguna úr og setja nýjan lás í staðinn. Ég fékk 3 lykla, læsingu og komu hans hingað á 8000 kall og fannst það sko alveg nógu asskoti dýrt. Núna er ég hins vegar bara sátt miðað við þúsundin sem þú þurftir að punga út. Ekki alveg heilbrigt!

 
At 7:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með annað sætið og jöfnun á besta árangri þínum í ár. Leitt að 4.40 skuli aftur hafa e-ð vafist fyrir þér :(

Hvernig er hásinin?

- Tom Katsuragi

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile